Síminn hjá okkur er 892-8862 eða sendu okkur tölvupóst: pm(hjá)pm.is

Þessi tegund efna fyrir parket á sér stutta sögu, lökkin komu á markað fyrir um það bil 19 árum og minnti frekar á plastmálningu en lakk þar sem megin uppistaðan var akcryl plastefni og fældi það marga frá því að nota það, þar sem áferð og ending var léleg. En umhverfisvænu efnin voru framtíðin og þróunin hefur verið hröð og stígandi, fyrir um það bil 16 árum fara að koma á markað lökk sem voru 50% ackryl og 50 % polyurethan þannig að áferð og ending fór batnandi. Þessi lökk eru ýmsir menn að bjóða enn í dag, sérstaklega þar sem lökkin eru inn í svokölluðu fermetraverði (efni og vinna ). En í dag eru búin að vera á markaðnum 100 % polyurethan umhverfisvæn lökk síðastliðin 12 ár. Og hafa þau það langt umfram hin hefðbundnu polyurethan lökk að vera ekki bara áferða fallegri og lyktarminni, heldur er styrkleikinn orðinn mjög góður. Eukula Strato 46* línan ( 461,silkimatt, 462 matt ) fyrir heimahús og Eukula Extreme 47* línan ( 470 glans,471 silkimatt,472 matt og 473 Ultra matt ) fyrir þá fleti sem meira mæðir á og td ef lakkað er með EUKULA Extreme 473 lakkinu allar umferðir verður litur viðarins því sem næst eins og nýslípaður og óáborin en þetta er oft það sem fólk er að leita eftir.  Þar sem okkur er virkilega annt um okkar orðspor þá notum við tveggja þátta Strato lökkin hvar sem við komum því við. 

Strato Extreme # 2 þátta polyurethan lakk extra sterkt 

Strato Perform # 2 þátta polyurethan lakk 

Strato Classic 200 # Primer fyrir öll Strato vatnslökk   

Strato 101 # vatnsbaserað fylliefni, þurrefnis mikill og rýrnar lítið

Strato 110 # fyllisduft sem hrært er út í vatn, mjög hentugur og góður fyllir