Síminn hjá okkur er 892-8862 eða sendu okkur tölvupóst: pm(hjá)pm.is

við erum óðum að komast í jólaskapið,

og viljum gleðja viðskiptavini okkar á sem bestan hátt.

Við bjóðum upp á fría ástandsskoðun á parketinu, stundum er þörf að slípa parketið en einnig er mjög algengt að einungis er þörf á smá andlitslyftingu á gólfinu með viðhaldsolíu eða lakki, allt eftir því sem við á.  

Og ekki má gleyma jólahreingerningunni, fyrir olíuborið parket erum við með Euku Clean sápuna góðu og Euku Emulision næringarefnið sem viðheldur nauðsynlegum raka í viðnum.

Fyrir lakkaða parketið er Euku Clean sápan sem virkar vel og ekki skemmir fyrir að ilmurinn er góður.

Ekki má svo gleyma litlu jólagjöfinni til þeirra sem ekki eiga rakamæli, en góður rakamælir er eitthvað sem allir húseigendur þurfa að eiga. 

Kjör rakastig í heimahúsi ætti að vera ca. 30-45 % ef rakinn er of hár eykur það möguleika á sveppamyndun, ef hann sýnir of lítið er það ekki gott fyrir parketið og ef hann fer niður fyrir 20% er það orðið heilsuspillandi aðstæður sem ber að forðast.

þennan frábæra rakamæli, sápuna og næringaefnið bjóðum við fram að jólum með 25% afslætti. 

Viðskiptavinum er bent á að Parketbúðin hefur fengið andlitsupplyftingu, nú heitir hún einfaldlega PM búðin, það sem hefur breyst er að við leggjum meiri áherslu á þjónustu við þá sem eiga parket fyrir með því að auka við úrval í viðhaldsefnum og öllu því sem viðkemur að endurnýja yfirborð gamla parketsins.

Við erum áfram með í sölu endingagóðu lökkin og olíurnar frá EUKULA og Dr-Schutz ásamt því að vera stoltir seljendur af Lägler parketslípivélum sem tróna á toppnum hvað varðar gæði og endingu og hafa gert í meir en 50 ár.

Starcke sandpappírinn verður á sínum stað og auðvitað höldum við áfram að sérpanta parket fyrir þá sem óska og verðum áfram með hinn frábæra undirlagsdúk Floor Muffler frá USA sem svo sannarlega hefur sannað gildi sitt á Íslandi sem frábær hljóðdúkur á góðu verði.

PM búðin er opin frá kl 9 til 16 alla virka daga, alltaf heitt á könnunni.  

  

Verið velkomin/n inná nýja og flottari heimasíðu Parketmeistarans.

 

Við biðjumst velvirðingar á þeim hnökrum sem gæti verið á vefsíðunni, verið er að klára að setja hana upp.

Page 2 of 2