Síminn hjá okkur er 892-8862 eða sendu okkur tölvupóst: pm(hjá)pm.is

Fréttir

Nýr pallalitur frá Parketmeistaranum

Fallegur og endalaust hlýr litur, velheppnaður litur sem hlotið hefur vinnuheitið "Þingvellir ...

Read more

Eukula umboðið

Innflutningur og sala á parketlökkum og olíum krefst yfirlegu og fjármagns og því hefur Parketmeista...

Read more

Vala Matt

Glæsileg umsögnin sem við fáum frá sjálfum fagurkeranum Völu Matt. Og að sjálfsögðu sett inn með öðr...

Read more

Vinnan farin að taka á sig mynd !

Þá er lokafrágangur aðeins eftir eins og þessi mynd ber með sér, aðeins eftir að lakka með EUKULA og...

Read more

Parketslípun

Parketslípun er það sem við gerum og kunnum vel ! Tækjakostur frá einum fremsta framleiðanda heims ...

Read more

EUKULA lökk og olíur, LÄGLER® hágæða parketslípivélar - Þegar þetta fer saman er útkoman góð.

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir þitt heimili

DR.Schutz logoEukula logo

Höfuðstöðvar Dr.Schutz

Fróðleikur um lakk og gólf olíu framleiðandann Dr.Schutz-Eukula® 

Eukula lökkin og gólfolíurnar eru hvað þekktust fyrir gæði og að vera einstaklega endingagóðar vörur.

Eukula PU lakkEukula olía

Eukula® GmbH var stofnað 1963 af móðurfyrirtækinu Frei-lacke og hefur verið leiðandi síðan í yfirborðefnum fyrir kork og parket, PU polyurethan og olíulakkið UA eru enn notuð og eru eitt af fáum óbreyttum solvent lökkum sem má framleiða í Evrópusambandinu í dag. Gólf olíurnar þarf vart að kynna fyrir íslendingum, Euku oil HS 1 sem grunn olía og Euku care oil sem viðhaldsolía en þessar tvær eru þekktar sem fyrsti valkostur þegar olíubera á parket. 

olíuburðurEukula Strato vatnslakk

Árið 1981 setti Eukula framleiðandinn nýtt lakk á markaðinn STRATO línan leit dagsins ljós og þótti framúrstefnuleg og markaði sín spor í sögu leysiefnasnauðra lakka. Strato 44*  línan hopaði fyrir nýrri 46* sem þótti einstaklega áferða falleg og slitsterk. 1 oktober 2012 seldi Frei-lacke Eukula framleiðsluna til Dr. Schutz, risans sem bauð upp á viðhaldsefni fyrir dúka og teppi og var Eukula vörumerkið kærkomin viðbót í þeirra línu og þar með var fullkomnað vöruúrval fyrir öll gólfefni fyrir heimili,fyrirtæki og stofnanir. Í byrjun árs 2014 kom svo ein nýungin í Strato línuna 47* lökkin svo kölluð Extreme lökk, enn meiri harka og áferðiðn fullkomnuð. Strato 47* línan bíður upp á eftirfarandi gljá stig 470 sem glans, 472 sem satinmatt og 473 sem ultramatt sem er eitt áhugaverðasta lakk á markaðnum í dag.

Scratch No More ( ekki rispur framar ) er svo ein snilldin sem boðið er upp á en þetta eru tappar og hjól undir stóla til þess að verja parketið gegn álagi, það er engin á Íslandi sem selur þetta annar en Harðviðarval og Egill Árnason Suðurlandsbraut 20 enda er Dr.Schutz með einkaumboð fyrir Evrópu og Harðviðarval og Egill Árnason endursölu aðili fyrir þá á Íslandi.

Veljið vörn sem raunverulega virkar.  

Áhugaverðir linkar á þær vörur sem tengjast Dr.Schutz-Eukula 

http://www.eukula.com/

http://www.dr-schutz.com/en

http://www.scratchnomore.com/

 

Lagler logo

höfuðstöðvar Lagler

Fróðleikur um Eugen Lägler GmbH.

Hummel beltavélin frá LÄGLER® hefur löngum verið kölluð "Rolls Royce" parketslípivéla í heiminum en það var Þýski snillingurinn Eugen Lägler sem stofnað fyrirtækið utan um vélaframleiðslu sína ásamt konu sinni Gerdu árið 1956 í Frauenzimmern í Þýskalandi. Fyrsta vélin bar nafnið ELF sem var skammstöfun orðanna Eugen Lägler og Frauenzimmern, Framleiðslan var í litlum skúr og voru allar vélar meira og minna handsmíðaðar fyrstu árin en á því herrans ári 1969 leit svo Hummel beltaslípivélin fyrst dagsins ljós og varð fljótt leiðandi á markaðnum og til varð goðsögn um trausta og verklega beltaslípivél. Vélin sem margir hafa reynt að stílfæra en engum tekist. Enn þann dag í dag er nýjasta Hummel vélin byggð á þeim trausta grunni og þær breytingar sem hafa verið gerðar hafa verið á henni hafa gengið út á það að bæta það sem gott er enda er vélin í fararbroddi í heiminum. Árið 2012 fékk hún stimpilinn "ryklaus " Dust levels below 1 mg/m³. " en það þýðir að hún rykar undir einu milligrammi í einum rúmetra lofts en umhverfisvernd hefur verið eitt aðalmarkmið LÄGLER® síðustu ár enda eru allar nýjar vélar frá LÄGLER® með þessum gæðastimpli í dag.

The HUMMEL® belt sanding machine receives from the German Woodworkers trade association (Holz Berufsgenossenschaft) the "wood dust test" approval mark. Dust levels below 1 mg/m³.

Lagler Hummel beltaslípivél       Lagler Trio vél       Lagler Flip kantvél         Lagler Single bónvél

    HUMMEL® beltaslípivél             TRIO þriggja diska vél                       FLIP®  kantvél                          SINGLE bónvél 

LÄGLER® leggur framtíðar áherslu á HUMMEL®  beltavél, TRIO þriggja diska vél, FLIP® kantavél og SINGLE bónvél en að sjálfsögðu eru til allir varahlutir í allar vélar sem framleiddar hafa verið af LÄGLER® í gegnum tíðina enda er vörumerkið sérstaklega þekkt fyrir traustar vörur  og stöðugleika, allar vélar hafa það sameiginlegt að vera fullkomnar í slípunar gæðum,100% virkni,notendavænar og einfaldar í viðhaldi og ekki síst þýsk gæði alveg í gegn enda bila þær nær ekkert því það er ekkert til sparað svo það er ekkert skrítið þótt talað sé um 20-30 ára endingu á þessum vélum sem notaðar eru út um allan heim af parketverktökum daglega allan ársins hring.

Það er ekki aðeins gæðin sem eru leiðarljós LÄGLER® heldur sú umhverfisstefna að halda ryki í lágmarki sem er ekki síst mikilvæg fyrir fyrirtækið, að vélarnar ryki sem minnst og eins og áður er sagt hleypir nýjasta útfærslan af HUMMEL® beltavélinni útsogsryki frá sér sem er minna en 1 mg/m³, en nýja FLIP® kantavélin og TRIO þriggja diska vélin slá þessu meira að segja við með því að hleypa aðeins frá sér útsogs ryk sem minna en 0.2 mg/m³. 

 

Parketmeistarinn flytur inn varahluti og sér um viðgerðir á öllum  LÄGLER® vélum.

Egill Árnason Suðurlandsbraut 20 selur nýjar vélar og sandpappír ásamt öllum rekstrarvörum 

Fjöldinn allur af aukahlutum er í boði frá LÄGLER® en sjón er sögu ríkari, í framtíðinni er stefnt á að hafa allar vélarnar til sýnis og sölu hjá Agli Árnasyni Suðurlandsbraut 20.            

  

Lagler fylgihlutirLagler Flip fylgihlutirLagler hefillLagler Single fræsariLagler Trio fræsari

 

Einnig er boðið upp á hágæða sandpappír, nylon padsa og stálnet frá LÄGLER® auk bit tanna 

Lagler sandpappír

© Parketmeistarinn 2021

 

Linkur á framleiðanda, ATH Egill Árnason og Parketmeistarinn hafa einka umboð á Íslandi fyrir LÄGLER®

http://www.laegler.com/en/home.html

 

 

 

Við erum með efni frá EUKULA sem étur upp það sem kallast oxitering í viðnum, það er þegar viðurinn veðrast þá myndast slikja sem grámar viðinn 

EUKU Conditioner efnið eyðir einfaldlega þessari slikju og viðurinn verður eins og nýr og það eina sem þarf að gera er að olíubera yfir viðinn og stilla síðan garðhúsgögnunum nákvæmlega þar sem þú vilt hafa þau.

EUKU Conditioner inniheldur oxilsýru brotnar auðveldlega niður í náttúrunni og er einfaldur í notkun, efnið er borið á flötinn og látið standa í 15-30 min, skrúbbað yfir með stífum bursta og skolað síðan vel með vatni.

Og ekki bara á garðhúsgögn heldur allan við sem meðhöndlaður er með olíu, sólpallar,girðingar og fl.    

 

garden furnituregarden furniture-table 

Vítt og breitt um veröldina, hvort heldur sem er heimili, stofnun,verslunarmiðstöð, íþróttahöll eða hreinlega kastali hafa efnin frá Eukula verið valin af kostgæfni sökum góðs orðspors því það hefur þótt ákveðinn gæðastimpill að hafa Eukula á gólfum hjá sér.

eukula-1eukula-2eukula-3eukula-4eukula-5 

Hér er gott dæmi um hvernig snúa má vörn í sók og gera gamalt gólf sem nýtt.

vinnumynd-fyrir

Gamalt gegnheilt Jatoba stafaparket lagt í síldarbeina lögn ( Café Aroma ) slípað upp

vinnumynd-eftir 

Hér er búið að ful lakka, sem grunn notum við Eukula PU550/551 2.þátta polyurethan lakk sem lokar vel og dregur upp litinn í Jatoba efninu og í yfirlökkun er notað Eukula Strato 461 silkimatt vatnslakk sem gefur fallega áferð.  


Ánægður viðskiptavinur sendi þessar myndir af gólfi sem við slípuðum og lökkuðum í Háholti í Hafnafirði. Að sjálfsögðu var gólfið slípað með vélum og sandpappír frá Lagler og síðan grunnað með 2 þátta PU 550 polyurethan lakki og síðan Extreme vatnslakki frá Eukula.

Árangurinn er fallegt og slitsterkt gólf sem á eftir að njóta sín um ókomin ár.


Skemmtilegar myndir frá viðskiptavini í Kópavogi, um var að ræða 30 ára gamalt parket sem var komið á síðasta snúning, los í spóni og gólfið dúaði á þremur stöðum. Spónninn var lagaður, sprautað undir holrúm og parket slípað og lakkað.