Vítt og breitt um veröldina, hvort heldur sem er heimili, stofnun,verslunarmiðstöð, íþróttahöll eða hreinlega kastali hafa efnin frá Eukula verið valin af kostgæfni sökum góðs orðspors því það hefur þótt ákveðinn gæðastimpill að hafa Eukula á gólfum hjá sér.
Hér er gott dæmi um hvernig snúa má vörn í sók og gera gamalt gólf sem nýtt.
Gamalt gegnheilt Jatoba stafaparket lagt í síldarbeina lögn ( Café Aroma ) slípað upp
Hér er búið að ful lakka, sem grunn notum við Eukula PU550/551 2.þátta polyurethan lakk sem lokar vel og dregur upp litinn í Jatoba efninu og í yfirlökkun er notað Eukula Strato 461 silkimatt vatnslakk sem gefur fallega áferð.
Ánægður viðskiptavinur sendi þessar myndir af gólfi sem við slípuðum og lökkuðum í Háholti í Hafnafirði. Að sjálfsögðu var gólfið slípað með vélum og sandpappír frá Lagler og síðan grunnað með 2 þátta PU 550 polyurethan lakki og síðan Extreme vatnslakki frá Eukula.
Árangurinn er fallegt og slitsterkt gólf sem á eftir að njóta sín um ókomin ár.
Skemmtilegar myndir frá viðskiptavini í Kópavogi, um var að ræða 30 ára gamalt parket sem var komið á síðasta snúning, los í spóni og gólfið dúaði á þremur stöðum. Spónninn var lagaður, sprautað undir holrúm og parket slípað og lakkað.