Síminn hjá okkur er 892-8862 eða sendu okkur tölvupóst: pm(hjá)pm.is

Slípun á nýjum gólfum

Það skiptir miklu máli að leita ráða og afla upplýsinga hjá þeim sem til þekkja þegar slípa á parket.  
Hægt er að leigja vélar til verksins og gera hlutina sjálfur en oft er skynsamlegra að fá sérhæfða fagmenn í verkið.  

Það skiptir máli þegar slípa á ný gólf af hvaða viðartegund gólfið er.
 Biðtími frá því að parketið er lagt og þar til það er slípað og lakkað getur verið 2 dagar til 2-3 vikur. Mjúkar eða gljúpar viðartegundir hleypa raka límsins fyrr í gegnum sig heldur en harðari og þéttari viðartegundir gera. Eins hefur tegund límsins áhrif á þurrktímann, hvort notað er einþátta eða tveggja þátta parketlím. 
Fura og Askur eru til dæmis mun gljúpari viðartegundir heldur en Eik, Jatoba, Hnota eða Yberaro. Ef notað er einþátta parketlím mælum við með að þéttustu tegundirnar standi fullar 3 vikur þar til þær eru yfirborðsmeðhöndlaðar.
 
 hörkutafla

Áður en slípun hefst þarf að athuga að gólf séu hrein, það er að ekki séu naglar eða aðrir aðskotahlutir sem geta farið í slípivélarnar. Það þarf að vera 16 ampera rafmagnstengill til staðar og æskilegt að hita og rakastig sé nálægt því sem eðlilegt telst vera, það er 40 til 60 % raki og 14 til 24 ° hiti. 
Ef hiti er í gólfum þarf að stilla hann á lægstu stillingu.
 
Gólfið er slípað eftir ákveðinni formúlu, aldrei beint á viðinn nema í síðustu umferð, síðan er slípidufti blandað við sérstakt fylliefni og heilsparslað yfir gólfið þannig að fyllt er í allar rifur.
 
Eftir það er slípað ofan af viðnum og sparslið situr þá eftir í rifunum og gólfið tilbúið til yfirborðsmeðhöndlunar. 
 


Slípun á gömlum gólfum

Þótt parket sé talið nær ónýtt er hægt að ná ótrúlegum árangri með réttum efnum og verklagi.


Algengt er að fólk haldi að parketgólfið þeirra sé ónýtt þegar það er farið að rispast mikið eða slitna niður í gegnum lakkið, en í langflestum tilfellum er hægt að slípa parketið og gera það eins og nýtt fyrir margfalt minna verð en nýtt parket kostar með öllu því sem því tilheyrir. Áður en slípun hefst þarf að athuga að gólf séu hrein, það er að ekki séu naglar eða aðrir aðskotahlutir sem geta farið í slípivélarnar. Það þarf að vera 16 ampera rafmagnstengill til staðar og æskilegt er að hita og rakastig sé nálægt því sem eðlilegt telst vera, það er 40 til 60 % raki og 14 til 24 ° hiti. 

Ef hiti er í gólfum þarf að stilla hann á lægstu stillingu. 

Samlímt parket.
Gamalt samlímt parket þarf oft að yfirfara, t.d. að líma niður lausan spón eða gera við á annan hátt, í versta falli gæti þurft að skipta út borðum ef spónninn er orðinn undinn eða vatn hefur komist í enda á efninu, en ef um er að ræða gráma sem er tilkominn vegna þess að lakkið er slitið af og óhreinindi hafa litað yfirborð viðarins þá hverfur það í langflestum tilfellum við slípun. Að auki verður gólfið oft fallegra en nýtt. Flestar gerðir af samlímdu parketi eru með 3-4 mm. spón. Og það er hæglega hægt að slípa það 2-3 sinnum ef fagmaður er að verki. Eins er líka hægt að eyðileggja samlímda parketið ef röng vinnubrögð eru viðhöfð. Því sem næst öll yfirborðsmeðhöndlun gengur við samlímt parketgólf, nema kannski ef parketið er impregnerað þ.e. litað með kemískum efnum, þá er jafnvel hentugast að nota olíur. Annars er góð regla að gera prufu áður en allt gólfið er lakkað til þess að skoða viðloðun lakksins. 
Eins er nokkuð algengt að lakk sé slípað af og viðurinn olíuborinn í staðinn.

Stafaparket. 
Það er sjaldan sem eitthvað þarf að undirbúa vegna slípunar á stafaparketi, annað en það að gólf séu hrein. En þó í þeim tilfellum sem parket hefur blotnað vegna leka eða á einhvern hátt losnað úr límingu er einfaldlega boruð lítil hola og lími sprautað undir parketið. 
Einnig er yfirleitt lítið mál að skipta út stöfum ef á þarf að halda.
 

Furugólf.
Oft eru eldri gólfborðin negld að ofan í gegnum viðinn en ekki í tappann eins og nú tíðkast, þá þarf að fara vel yfir gólfið og dúkka alla nagla vel ofan í gólfið. Rifur sem eru breiðari en 2-3 mm.þarf að fella í lista, minni rifur fyllast með tréfylli. Við mælum með að sleppt sé að fylla í furugólf, þar sem þau eru yfirleitt það mikið á hreyfingu að fyllirinn brotnar upp úr með tímanum. Algengt er að lúta furuna til þess að drepa niður gula litinn, litun er einnig algeng allt frá hvítu yfir í hnotu dökkt.  Öll yfirborðsmeðhöndlun gengur við furugólf hvort heldur sem er lakkað eða olíuborið.

 

© Parketmeistarinn 2014