Parketmeistarinn er eitt vandaðasta fyrirtækið á sínu sviði !
Þetta er ekki fullyrðing út í loftið því við sjáum sóma okkar í að nota eingöngu hágæða efni og fyrsta flokks tækjakost hvort sem er í slípun eða yfirborðmeðhöndlun. Við leggjum okkur fram við að vel sé að verkum staðið og að snyrti og fagmennska sé í hávegum höfð. Við búum að sérþekkingu og reynslu síðast liðinna 29 ára. Metnaður okkar er ætíð að hafa gæðin að leiðarljósi sem viðskiptavinir okkar til margra ára geta borið vitni um.
Það getur borgað sig að fá fagmanninn til skrafs og ráðagerða áður hafist er handa við parketvinnu því það eru ótal mörg atriði sem þarf að huga að þegar vanda skal til verksins.
· Ráðgjöf um allt sem lýtur að parketi, nýttu okkar þekkingu í þína þágu.
· Parketslípun og lökkun · Parketslípun og olíuburður · Parketlagnir.
· Við útvegum parket fyrir þig · Við seljum hágæða lökk og olíur.
· Og síðast en ekki síst, við stöndum við það sem við lofum.
Upplýsingar um Parketmeistarann ehf.
Eigandi Parketmeistarans Friðrik Már Bergsveinsson hefur unnið meira og minna við smíðar frá árinu 1977. Hann hóf nám í trésmíði árið 1985 og vann með föður sínum Bergsveini Þ Árnasyni húsasmíðameistara við almennar smíðar allt til haustsins 1988 þegar Friðrik Már hóf að slípa og lakka parket fyrir verslunina Parketgólf hf.sem var þá til húsa í Skútuvogi 11. En Friðrik Már hefur unnið óslitið við parketfagið síðan þá. Hann var einn af stofnendum parketverslunarinnar Parket & Gólf ehf. Ármúla 23 sem var stofnuð 1994 og hefur hann verið aðalverktaki fyrir þá verslun frá upphafi allt þar til hann opnaði verslunina sína Parketbúðin ehf. haustið 2008 og gerðist einkaumboðsaðili fyrir vörumerkin Eukula og Lägler.
Vegna mikilla anna í verkefnum hjá Parketmeistaranum hefur vörumerkið Eukula/Dr.Schutz hefur verið selt til Harðviðavals hf. Mikið úrval parketlakka, gamla góða olían og hreinsiefni frá Eukula/ Dr.Schutz sem hægt er að nálgast í verslunum Harðviðavals hf. Krókhálsi 6 og hjá Agli Árnasyni hf. Suðurlandsbraut 20.
Lägler vörumerkinu höfum við hinsvegar skipt upp á þann hátt að Egill Árnason hf selur hinn frábæra tækjakost frá Lägler ásamt vönduðum slípivörum en Parketmeistarinn mun halda áfram að sinna innflutningi og sölu á varahlutum og viðgerðaþjónustu Lägler á Íslandi.
Friðrik Már er aðalhvatamaðurinn að stofnun félags íslenskra parketmanna FÍP ásamt því að hafa verið einn af fáum íslenskum meðlimum í stærstu parketsamtökum heims National Wood Flooring Association.
Friðrik Már hefur mikla og góða reynslu við parketfagið og hefur haldið uppi þeim gæðum sem þarf til þess að teljast með þeim bestu, enda hefur honum haldist vel á sínum viðskiptamanna hópi í gegnum tíðina. Parketmeistarinn tekur að sér allt sem viðkemur parketi og er sérstaklega sérhæfður í yfirborðmeðhöndlun parkets en hefur á að skipa stórum hópi manna í alla aðra þætti ss.parketlagnir, parketlagnir á stiga ásamt því að vera ráðgefandi og höfum við átt mjög farsælt samstarf með arkitektum og verkfræðingum.
Eftirfarandi upplýsingar eru til að uppfylla almenna upplýsingaskyldu,
Nafn : Parketmeistarinn PM/Parketbúðin ehf.
Lögheimili : Boðaþing 2, 203 Kópavogur, starfsstöð Iðnbúð 4 210 Garðabær.
kennitala : 690609-1180
Vsk- númer :103582