Síminn hjá okkur er 892-8862 eða sendu okkur tölvupóst: pm(hjá)pm.is

Lagler logo

höfuðstöðvar Lagler

Fróðleikur um Eugen Lägler GmbH.

Hummel beltavélin frá LÄGLER® hefur löngum verið kölluð "Rolls Royce" parketslípivéla í heiminum en það var Þýski snillingurinn Eugen Lägler sem stofnað fyrirtækið utan um vélaframleiðslu sína ásamt konu sinni Gerdu árið 1956 í Frauenzimmern í Þýskalandi. Fyrsta vélin bar nafnið ELF sem var skammstöfun orðanna Eugen Lägler og Frauenzimmern, Framleiðslan var í litlum skúr og voru allar vélar meira og minna handsmíðaðar fyrstu árin en á því herrans ári 1969 leit svo Hummel beltaslípivélin fyrst dagsins ljós og varð fljótt leiðandi á markaðnum og til varð goðsögn um trausta og verklega beltaslípivél. Vélin sem margir hafa reynt að stílfæra en engum tekist. Enn þann dag í dag er nýjasta Hummel vélin byggð á þeim trausta grunni og þær breytingar sem hafa verið gerðar hafa verið á henni hafa gengið út á það að bæta það sem gott er enda er vélin í fararbroddi í heiminum. Árið 2012 fékk hún stimpilinn "ryklaus " Dust levels below 1 mg/m³. " en það þýðir að hún rykar undir einu milligrammi í einum rúmetra lofts en umhverfisvernd hefur verið eitt aðalmarkmið LÄGLER® síðustu ár enda eru allar nýjar vélar frá LÄGLER® með þessum gæðastimpli í dag.

The HUMMEL® belt sanding machine receives from the German Woodworkers trade association (Holz Berufsgenossenschaft) the "wood dust test" approval mark. Dust levels below 1 mg/m³.

Lagler Hummel beltaslípivél       Lagler Trio vél       Lagler Flip kantvél         Lagler Single bónvél

    HUMMEL® beltaslípivél             TRIO þriggja diska vél                       FLIP®  kantvél                          SINGLE bónvél 

LÄGLER® leggur framtíðar áherslu á HUMMEL®  beltavél, TRIO þriggja diska vél, FLIP® kantavél og SINGLE bónvél en að sjálfsögðu eru til allir varahlutir í allar vélar sem framleiddar hafa verið af LÄGLER® í gegnum tíðina enda er vörumerkið sérstaklega þekkt fyrir traustar vörur  og stöðugleika, allar vélar hafa það sameiginlegt að vera fullkomnar í slípunar gæðum,100% virkni,notendavænar og einfaldar í viðhaldi og ekki síst þýsk gæði alveg í gegn enda bila þær nær ekkert því það er ekkert til sparað svo það er ekkert skrítið þótt talað sé um 20-30 ára endingu á þessum vélum sem notaðar eru út um allan heim af parketverktökum daglega allan ársins hring.

Það er ekki aðeins gæðin sem eru leiðarljós LÄGLER® heldur sú umhverfisstefna að halda ryki í lágmarki sem er ekki síst mikilvæg fyrir fyrirtækið, að vélarnar ryki sem minnst og eins og áður er sagt hleypir nýjasta útfærslan af HUMMEL® beltavélinni útsogsryki frá sér sem er minna en 1 mg/m³, en nýja FLIP® kantavélin og TRIO þriggja diska vélin slá þessu meira að segja við með því að hleypa aðeins frá sér útsogs ryk sem minna en 0.2 mg/m³. 

 

Parketmeistarinn flytur inn varahluti og sér um viðgerðir á öllum  LÄGLER® vélum.

Egill Árnason Suðurlandsbraut 20 selur nýjar vélar og sandpappír ásamt öllum rekstrarvörum 

Fjöldinn allur af aukahlutum er í boði frá LÄGLER® en sjón er sögu ríkari, í framtíðinni er stefnt á að hafa allar vélarnar til sýnis og sölu hjá Agli Árnasyni Suðurlandsbraut 20.            

  

Lagler fylgihlutirLagler Flip fylgihlutirLagler hefillLagler Single fræsariLagler Trio fræsari

 

Einnig er boðið upp á hágæða sandpappír, nylon padsa og stálnet frá LÄGLER® auk bit tanna 

Lagler sandpappír

© Parketmeistarinn 2021

 

Linkur á framleiðanda, ATH Egill Árnason og Parketmeistarinn hafa einka umboð á Íslandi fyrir LÄGLER®

http://www.laegler.com/en/home.html