Tækjakostur frá einum fremsta framleiðanda heims LÄGLER®, Hummel beltavélin og nýja ryklausa FLip kantvélin ásamt ómissandi TRIO þriggja diska vélinni sem sérstaklega nýtur sín þegar slípað er síldarbeins munstur eða önnur munstur gólf, gera það að verkum að útkoman er alltaf eins góð og mögulegt er enda hefur LÄGLER® verið leiðandi framleiðandi parketslípivéla í 50 ár.
Nokkurs miskilnings hefur gætt þegar Parketmeistarinn er leitaður uppi á netinu eða hjá ja.is og 118. Það sem kallast parketslípun meistarans á netinu er ekki á okkar vegum, hefur aldrei verið og verður aldrei. Við sinnum okkar og erum stoltir af því óháð því hvað aðrir eru að gera á markaðnum. Vinsamlegast leitið því upplýsinga áður en verk er unnið svo komist verði hjá óþarfa leiðindum.