Síminn hjá okkur er 892-8862 eða sendu okkur tölvupóst: pm(hjá)pm.is

Fréttir

Nýr pallalitur frá Parketmeistaranum

Fallegur og endalaust hlýr litur, velheppnaður litur sem hlotið hefur vinnuheitið "Þingvellir ...

Read more

Eukula umboðið

Innflutningur og sala á parketlökkum og olíum krefst yfirlegu og fjármagns og því hefur Parketmeista...

Read more

Vala Matt

Glæsileg umsögnin sem við fáum frá sjálfum fagurkeranum Völu Matt. Og að sjálfsögðu sett inn með öðr...

Read more

Vinnan farin að taka á sig mynd !

Þá er lokafrágangur aðeins eftir eins og þessi mynd ber með sér, aðeins eftir að lakka með EUKULA og...

Read more

Parketslípun

Parketslípun er það sem við gerum og kunnum vel ! Tækjakostur frá einum fremsta framleiðanda heims ...

Read more

EUKULA lökk og olíur, LÄGLER® hágæða parketslípivélar - Þegar þetta fer saman er útkoman góð.

Hafðu samband og fáðu tilboð fyrir þitt heimili

Slípun á nýjum gólfum

Það skiptir miklu máli að leita ráða og afla upplýsinga hjá þeim sem til þekkja þegar slípa á parket.  
Hægt er að leigja vélar til verksins og gera hlutina sjálfur en oft er skynsamlegra að fá sérhæfða fagmenn í verkið.  

Það skiptir máli þegar slípa á ný gólf af hvaða viðartegund gólfið er.
 Biðtími frá því að parketið er lagt og þar til það er slípað og lakkað getur verið 2 dagar til 2-3 vikur. Mjúkar eða gljúpar viðartegundir hleypa raka límsins fyrr í gegnum sig heldur en harðari og þéttari viðartegundir gera. Eins hefur tegund límsins áhrif á þurrktímann, hvort notað er einþátta eða tveggja þátta parketlím. 
Fura og Askur eru til dæmis mun gljúpari viðartegundir heldur en Eik, Jatoba, Hnota eða Yberaro. Ef notað er einþátta parketlím mælum við með að þéttustu tegundirnar standi fullar 3 vikur þar til þær eru yfirborðsmeðhöndlaðar.
 
 hörkutafla

Áður en slípun hefst þarf að athuga að gólf séu hrein, það er að ekki séu naglar eða aðrir aðskotahlutir sem geta farið í slípivélarnar. Það þarf að vera 16 ampera rafmagnstengill til staðar og æskilegt að hita og rakastig sé nálægt því sem eðlilegt telst vera, það er 40 til 60 % raki og 14 til 24 ° hiti. 
Ef hiti er í gólfum þarf að stilla hann á lægstu stillingu.
 
Gólfið er slípað eftir ákveðinni formúlu, aldrei beint á viðinn nema í síðustu umferð, síðan er slípidufti blandað við sérstakt fylliefni og heilsparslað yfir gólfið þannig að fyllt er í allar rifur.
 
Eftir það er slípað ofan af viðnum og sparslið situr þá eftir í rifunum og gólfið tilbúið til yfirborðsmeðhöndlunar. 
 


Slípun á gömlum gólfum

Þótt parket sé talið nær ónýtt er hægt að ná ótrúlegum árangri með réttum efnum og verklagi.


Algengt er að fólk haldi að parketgólfið þeirra sé ónýtt þegar það er farið að rispast mikið eða slitna niður í gegnum lakkið, en í langflestum tilfellum er hægt að slípa parketið og gera það eins og nýtt fyrir margfalt minna verð en nýtt parket kostar með öllu því sem því tilheyrir. Áður en slípun hefst þarf að athuga að gólf séu hrein, það er að ekki séu naglar eða aðrir aðskotahlutir sem geta farið í slípivélarnar. Það þarf að vera 16 ampera rafmagnstengill til staðar og æskilegt er að hita og rakastig sé nálægt því sem eðlilegt telst vera, það er 40 til 60 % raki og 14 til 24 ° hiti. 

Ef hiti er í gólfum þarf að stilla hann á lægstu stillingu. 

Samlímt parket.
Gamalt samlímt parket þarf oft að yfirfara, t.d. að líma niður lausan spón eða gera við á annan hátt, í versta falli gæti þurft að skipta út borðum ef spónninn er orðinn undinn eða vatn hefur komist í enda á efninu, en ef um er að ræða gráma sem er tilkominn vegna þess að lakkið er slitið af og óhreinindi hafa litað yfirborð viðarins þá hverfur það í langflestum tilfellum við slípun. Að auki verður gólfið oft fallegra en nýtt. Flestar gerðir af samlímdu parketi eru með 3-4 mm. spón. Og það er hæglega hægt að slípa það 2-3 sinnum ef fagmaður er að verki. Eins er líka hægt að eyðileggja samlímda parketið ef röng vinnubrögð eru viðhöfð. Því sem næst öll yfirborðsmeðhöndlun gengur við samlímt parketgólf, nema kannski ef parketið er impregnerað þ.e. litað með kemískum efnum, þá er jafnvel hentugast að nota olíur. Annars er góð regla að gera prufu áður en allt gólfið er lakkað til þess að skoða viðloðun lakksins. 
Eins er nokkuð algengt að lakk sé slípað af og viðurinn olíuborinn í staðinn.

Stafaparket. 
Það er sjaldan sem eitthvað þarf að undirbúa vegna slípunar á stafaparketi, annað en það að gólf séu hrein. En þó í þeim tilfellum sem parket hefur blotnað vegna leka eða á einhvern hátt losnað úr límingu er einfaldlega boruð lítil hola og lími sprautað undir parketið. 
Einnig er yfirleitt lítið mál að skipta út stöfum ef á þarf að halda.
 

Furugólf.
Oft eru eldri gólfborðin negld að ofan í gegnum viðinn en ekki í tappann eins og nú tíðkast, þá þarf að fara vel yfir gólfið og dúkka alla nagla vel ofan í gólfið. Rifur sem eru breiðari en 2-3 mm.þarf að fella í lista, minni rifur fyllast með tréfylli. Við mælum með að sleppt sé að fylla í furugólf, þar sem þau eru yfirleitt það mikið á hreyfingu að fyllirinn brotnar upp úr með tímanum. Algengt er að lúta furuna til þess að drepa niður gula litinn, litun er einnig algeng allt frá hvítu yfir í hnotu dökkt.  Öll yfirborðsmeðhöndlun gengur við furugólf hvort heldur sem er lakkað eða olíuborið.

 

© Parketmeistarinn 2014 

 

Sápan sem við mælum með á lakkað gólf er: Euku-Clean sápa. 

Sápur sem við mælum með á olíuborin gólf eru: Euku-Clean sápa og  Eukula emulision næringu fyrir olíugólf bætt út í sápu vatnið eftir þörfum 

Lakkað parket:

Það er ekki hentugt að nota sápur, sem ætlaðar eru fyrir olíuborin viðargólf á lakkað parket þar sem þær eru of feitar og skilja eftir sig yfirborðsfitu sem gerir lakkaða gólfið skýjað. 

Þegar um er að ræða lakkað parket eru vissir þættir sem þarf að hafa í huga.
 
Lakkið harðnar um 90% fyrstu þrjá dagana en það tekur um það bil þrjár vikur að ná fullri hörku. það þýðir að lakkið er að gefa frá sér lítið magn uppleysiefna þar til það harðnar að fullu og þess vegna er mikilvægt að setja ekki neinar mottur eða plast sem hylja gólfið fyrr en eftir fullnaðarhörku. það er samt í lagi að nota yfirbreiðslur vegna málningarvinnu en ekki láta þær liggja lengur nema rétt á meðan verið er að mála. Athugið samt að þunnur pappi er hentugugastur til yfirbreiðslu þar sem gólfið nær að anda í gegnum hann. Það er í lagi að ganga á gólfinu á sokkum eftir fyrsta sólahringinn og setja húsgögn inn á gólfið á þriðja degi eftir lökkun, Gangið varlega um, því reynslan hefur sýnt að lakkið rispast mest á fyrstu vikunum ef ekki er farið gætilega.
 

Hafið í huga að á meðan lakkið er sem viðkvæmast, þá má ekki draga neitt eftir gólfinu, látið ekki vatn liggja á því og passið vel að sandur berist ekki inn því sandurinn fer illa með lakk og best er að nota þurrmoppu eða ryksugu til daglegra þrifa.
 
Það skiptir mjög miklu máli hvernig sápur eru notaðar á lakkaða fleti þær mega t.d. ekki innihalda fitu eða salmiak.
 
Hér er reyndar tæpt á því helsta, vinsamlega hafið samband í síma 892 8862 ef einhverjar spurningar vakna.
 

Dagleg þrif á lökkuðu gólfi: 

Dagleg þrif ættu að vera með þurrmoppum eða rétt rökum moppum og þá með hreinu vatni, helst ekki skúra gólfið með sápu nema mesta lagi 1-2 á mán. Þegar gólfið er þvegið þá þá mælum við sérstaklega með Euku-Clean sápunum frá Eukula.

Euku-Clean er fyrir allt lakkað parket,dúka ,kork og flísar sem síðan er til í spray útgáfu líka og er hún frábær á harðaparket og jafnvel til að þrífa stál. 

Euku-viðhaldsvörurnar fást aðeins hjá okkur og  PM búðinni Smiðjuvegi 6. Kópavogi. síma 567 7777 

Olíuborið parket:
Mjög áríðandi er að nota réttar sápur fyrir olíuborin gólf sem innihalda þá næringu sem gólfið þarfnast. 

Þegar um olíuborið parket er um að ræða, er viðhaldið mikilvægasti þátturinn, því ef ekki er viðhaldið æskilegum raka viðarins og parketið látið þorna um of þá eiga óhreinindin hægt um vik að setjast að í víundum viðarins og valda svertu eða gráma. Olíubornu gólfi þarf að viðhalda á 6 til 10 mán fresti fyrstu 2 árin síðan má lengja tímannn smátt og smátt í það að 4 ára gamalt olíugólf ætti að olíuberast einu sinni á ári og 6 ára gólf á tveggja ára fresti.
 

Við leggjum ríka áherslu á við okkar viðskiptavini að þeir leiti til okkar með fyrsta viðhald sem ætti að vera ca. 6 til 10 mán eftir fyrsta olíuburð.  Það er reyndar tvíþætt, fyrir það fyrsta viljum við fylgja okkar gólfum sem best úr garði og í öðru lagi að fólk hafi fengið reynslu af olíubornu parketi og geti þá fengið fagmanninn til skrafs og ráðagerða í meðferð parketsins í framtíðinni. Eins er líka mjög mikilvægt að nota réttar sápur til þvotta til þess að viðhalda gólfinu á milli olíuburðar.
 

Dagleg þrif á olíubornu gólfi: 
Ekki er æskilegt að blautskúra olíu borið parket, hin daglegu þrif ættu að fara fram með ryksugu eða þurrmoppum og strjúka yfir með rétt rökum klút þá fleti sem mikil óhreinindi koma á.
 
Hafa ber í huga að í hvert sinn sem gólf er þvegið, þornar viðurinn þegar gólfið er að þorna það er að segja að vatnið gengur aðeins ofan í víindi viðarins og þurrkar viðinn þegar það gufar upp. Þess vegna er mikilvægt að nota réttar sápur til þess að viðhalda æskilegu rakastigi viðarins, eins þarf að passa upp á að nota ekki of mikið af sápu, því þá er hætta á yfirborðsfitu sem veldur því að gólfið verður skýjað.
 
Eukula emulision næring skal notast ca 6-8. sinnum á ári, ef gólf eru þrifin þvegin oftar skal takmarka sápu og nota jafnvel inn á milli hreint vatn. 

Hér er reyndar tæpt á því helsta, vinsamlega hafið samband í síma 892 8862 ef einhverjar spurningar vakna eða leitið uppl. hjá PM búðinni síma 567 7777.
 


Euku sápaEuku emulision næringEuku hreinsir 

 

Hér munum við stikla á því helsta sem í boði er í þeirri ótrúlegu flóru efna til yfirborðsmeðhöndlunar. Þar er ekki allt gull sem glóir þrátt fyrir góð nöfn og fyrirheit. 
Við notum eingöngu þau efni sem við treystum að uppfylli þau skilyrði sem við setjum okkur og að sjálfsögðu njóta okkar viðskiptavinir þess.
 


Þynnis baserað lakk Þetta þekkir fólk á lyktinni, það er til sem einþátta eða tveggja þátta. Einþátta lakkið sem notað er beint úr dósinni er frekar þurrefnissnautt, gefur litla fyllingu og verður frekar plastlegt ef það er notað eingöngu það þarf yfirleitt 3 – 4 umferðir til þess að það gefi nægan styrk og fyllingu, sem dæmi um einþátta polyurethan lökk eru gamla Flott4 lakkið frá Sjöfn og Kjarnalakkið frá Málningu. Svo er það tveggja þátta lakk þar sem blanda þarf hvata og lakki saman, það er mun þurrefnisríkara og sterkara lakk sem gefur góða fyllingu dugar vel með 2 umferðum. Þetta lakk notum við oft sem grunn undir umhverfisvæna lakkið, sem dæmi EUKULA PU 550/551 sem verið hefur í farabroddi á íslenska markaðnum í tugi ára.  
Hvoru tveggja eru þetta solvent baseruð polyurethan lökk, það er að segja eitrið gufar upp og plastefnið polyurethan verður eftir sem tiltölulega skaðlaus filma.
 

Spritt grunnur þessir grunnar eins og EUKULA G200 eiga það sameiginlegt að lýsa gólfið eins og hægt er, fljótir að þorna og má lakka yfir þá eftir 1 klst 

Umhverfisvænt lakk Þessi lakktegund á sér styttri sögu, hún kemur á markað fyrir um það bil 19 árum og minnti frekar á plastmálningu en lakk þar sem megin uppistaðan var akcryl plastefni og fældi það marga frá því að nota það, þar sem áferð og ending var léleg. En umhverfislakkið er framtíðin svo þróunin var virkilega hröð, því fyrir um 16 árum fara að koma á markað lökk sem voru 50% ackryl og 50 % polyurethan þannig að áferð og ending fór batnandi. Þessi lökk eru ýmsir menn að bjóða enn í dag, sérstaklega þar sem lökkin eru inn í svokölluðu fermetraverði (efni og vinna ). En í dag eru búin að vera á markaðnum 100 % polyurethan umhverfisvæn lökk síðastliðin 12 ár. Og hafa þau það langt umfram hin hefðbundnu polyurethan lökk að vera ekki bara áferða fallegri og lyktarminni, heldur er styrkleikinn ekki síðri. Eukula Strato 46* línan ( 461,silkimatt, 462 matt ) fyrir heimahús og Eukula Extreme 47* línan ( 470 glans,471 silkimatt,472 matt og 473 Ultra matt ) fyrir þá fleti sem meira mæðir á og td ef lakkað er með EUKULA Extreme 473 lakkinu allar umferðir verður litur viðarins því sem næst eins og nýslípaður og óáborin en þetta er oft það sem fólk er að leita eftir.  Þar sem okkur er virkilega annt um okkar orðspor þá notum við 100 % polyurethan umhverfisvænu lökkin hvar sem við komum því við. 

Einnig bjóðum við upp á bætiefni EUKULA UV protection í umhverfisvænu lökk svokallaða UV vörn eða sólarvörn ( sjá mynd hér að neðan ) sem hindra sólarljósið í að upplita viðinn, flest lökk á markaðnum hafa þá eiginleika að gulna ekki með aldrinum en þau hleypa sólarljósinu í gegnum sig og þess vegna er UV vörnin skynsamlegur kostur þar sem við á.

Euku-solarvorn

Hér má sjá prufu af Hlyn parketi, vinstra megin er UA vörn bætt í lakkið en hægra megin er hún ekki til staðar.

Gólfolía: Gólfolían fór að ryðja sér til rúms upp úr 1990 og í dag má segja að hún hafi 40 % markaðshlutdeild í yfirborðsmeðhöndlun, því oftar en ekki erum við að slípa upp gömul lökkuð gólf og setja olíu á viðinn. Olíugólfið hefur marga kosti umfram lakkaða gólfið eins og það að rispur eru ekki eins critiskar, gólfið er náttúrulegra og verður einfaldlega fallegra með tímanum, það svona einhvern veginn eldist með ábúendunum. Mjög áríðandi er samt að viðhalda gólfinu á réttan hátt, það á reyndar við um öll efnin, en sérstaklega er mikilvægt að viðhald sé reglulegt með olíugólfum og er þá sérstaklega mikilvægt að viðhalda þeim með næringaefni eins og td EUKULA emulision næringu. Það eru einnig til hvítar olíur og olíur í mörgun litum ef fólk vill breyta til. 

Bæsun: Litun á viðargólfi er skemmtilegur og líflegur kostur, á markaðnum er úrval efna til bæsunar. Olíubæsar, Sprittbæsar og vatnsbæsar. En stundum er betra heima setið því það er ekki sama hvað notað er. Það er grátlegt að horfa upp það hvað fólki er selt og jafnvel litlar sem engar upplýsingar um rétta notkun efna. Því það er ekki sama hvort verið er að bæsa borðplötu eða gólf. Þægilegasta efnið til að bæsa gólf er olíubæs vegna þess að hann þornar hægt og tími gefst til þess að jafna áferðina sem best. Flest allar ljósar viðar tegundir þola það að litast, Síðan er því fylgt eftir annað hvort með lakki eða olíu. Athugið samt að olíubæs getur þurft allt að 48 tíma þurkktíma áður en lakk er sett yfir. Hægt er að nota litaða EUKULA HS olíu sem grunn undir EUKULA vatnslökk og er þá olían látin standa í 24 klst. 

 

 

 

 

Parketmeistarinn er eitt vandaðasta fyrirtækið á sínu sviði !

Þetta er ekki fullyrðing út í loftið því við sjáum sóma okkar í að nota eingöngu hágæða efni og fyrsta flokks tækjakost hvort sem er í slípun eða yfirborðmeðhöndlun. Við leggjum okkur fram við að vel sé að verkum staðið og að snyrti og fagmennska sé í hávegum höfð. Við búum að sérþekkingu og reynslu síðast liðinna 29 ára. Metnaður okkar er ætíð að hafa gæðin að leiðarljósi sem viðskiptavinir okkar til margra ára geta borið vitni um. 

Það getur borgað sig að fá fagmanninn til skrafs og ráðagerða áður hafist er handa við parketvinnu því það eru ótal mörg atriði sem þarf að huga að þegar vanda skal til verksins. 


 · Ráðgjöf um allt sem lýtur að parketi, nýttu okkar þekkingu í þína þágu.

· Parketslípun og lökkun  · Parketslípun og olíuburður · Parketlagnir. 

· Við útvegum parket fyrir þig · Við seljum hágæða lökk og olíur.

· Og síðast en ekki síst, við stöndum við það sem við lofum.


Upplýsingar um Parketmeistarann ehf.

Eigandi Parketmeistarans Friðrik Már Bergsveinsson hefur unnið meira og minna við smíðar frá árinu 1977. Hann hóf nám í trésmíði árið 1985 og vann með föður sínum Bergsveini Þ Árnasyni húsasmíðameistara við almennar smíðar allt til haustsins 1988 þegar Friðrik Már hóf að slípa og lakka parket fyrir verslunina Parketgólf hf.sem var þá til húsa í Skútuvogi 11.  En Friðrik Már hefur unnið óslitið við parketfagið síðan þá. Hann var einn af stofnendum parketverslunarinnar Parket & Gólf ehf. Ármúla 23 sem var stofnuð 1994 og hefur hann verið aðalverktaki fyrir þá verslun frá upphafi allt þar til hann opnaði verslunina sína Parketbúðin ehf. haustið 2008 og gerðist einkaumboðsaðili fyrir vörumerkin Eukula og Lägler.

Vegna mikilla anna í verkefnum hjá Parketmeistaranum hefur vörumerkið Eukula/Dr.Schutz hefur verið selt til Harðviðavals hf.  Mikið úrval parketlakka, gamla góða olían og hreinsiefni frá Eukula/ Dr.Schutz sem hægt er að nálgast í verslunum Harðviðavals hf. Krókhálsi 6 og hjá Agli Árnasyni hf. Suðurlandsbraut 20.

Lägler vörumerkinu höfum við hinsvegar skipt upp á þann hátt að Egill Árnason hf selur hinn frábæra tækjakost frá Lägler ásamt vönduðum slípivörum en Parketmeistarinn mun halda áfram að sinna innflutningi og sölu á varahlutum og viðgerðaþjónustu Lägler á Íslandi.

Fridrik Mar BergsveinssonNWFAFIP

Friðrik Már er aðalhvatamaðurinn að stofnun félags íslenskra parketmanna FÍP ásamt því að hafa verið einn af fáum íslenskum meðlimum í stærstu parketsamtökum heims National Wood Flooring Association. 

Friðrik Már hefur mikla og góða reynslu við parketfagið og hefur haldið uppi þeim gæðum sem þarf til þess að teljast með þeim bestu, enda hefur honum haldist vel á sínum viðskiptamanna hópi í gegnum tíðina. Parketmeistarinn tekur að sér allt sem viðkemur parketi og er sérstaklega sérhæfður í yfirborðmeðhöndlun parkets en hefur á að skipa stórum hópi manna í alla aðra þætti ss.parketlagnir, parketlagnir á stiga ásamt því að vera ráðgefandi og höfum við átt mjög farsælt samstarf með arkitektum og verkfræðingum.

Það getur verið vandasamt að velja þann sem þú vilt treysta í gólfið þitt. Hér eru 5. stuttir punktar sem geta létt þér ákvarðanatöku sérstaklega ef verið er að leita tilboða víða án mikillar þekkingar eða aðstoðar einhvers sem þekkir vel til.
 
  1. Ef óskað er eftir innáborgun í upphafi verks skal staldra við og skoða hver rökin eru á bak við þá beiðni, það getur verið varasamt að borga inn á verk sem er svo ekki klárað eða gert það illa að það þurfi að vinna það aftur með tilheyrandi aukakostnaði, auknar líkur eru á því að þeir verktakar sem biðja um innáborgun, sérstaklega í minni verkum, freistist til að nota allra ódýrustu efnin til verksins og tjónið án efa verði verkkaupans. 
  2. Leitið meðmæla um verktaka því hafa skal í huga að hver sem er getur sett upp aðlaðandi heimasíðu og auglýst á faglegan hátt í blöðum án þess að fagmennska og traust liggi að baki. Stolnar myndir og upplogin meðmæli eru því miður staðreynd, en sérverslanir með parket geta upplýst fólk um trausta verktaka auk þess sem þeir finnast inn á www.fip.is 
  3. Fáið uppgefna tegund efna sem menn segjast ætla að nota og sönnun þess að það sé gert því verðmunur á lökkum er í samræmi við gæði þeirra en munur á endingu lakka getur numið fjölmörgum árum.
  4. Tilboð sem er verulega lægra en meðatal getur bent til þess að reiknað sé með ódýrum efnum og lélegum metnaði, allar upplýsingar þurfa að liggja á borðinu svo hægt sé að bera saman tilboð.
  5. Ekki greiða fyrir verkið fyrr en því er að fullu lokið og hæft til skoðunar, það getur verið slæmt að vera búinn að borga verk sem þarf síðan að fá aðra til að endurvinna með meiri kostnaði.
Með því að versla við Parketmeistarann getur þú treyst á að notuð séu aðeins bestu fáanleg efni hverju sinni og að tilboð séu sundurliðuð í efni og vinnu. Öll lökk sem við notum eru 2.þátta hágæða lökk nema annað sé sérstaklega tekið fram, því það má segja að það sé himinn og haf á milli 1. þátta og 2. þátta parketlakka bæði í útliti og endingu. 

Eftirfarandi upplýsingar eru til að uppfylla almenna upplýsingaskyldu, 

Nafn : Parketmeistarinn PM/Parketbúðin ehf.
Lögheimili : Boðaþing 2, 203 Kópavogur, starfsstöð Iðnbúð 4 210 Garðabær.

kennitala : 690609-1180
Vsk- númer :103582