Síminn hjá okkur er 892-8862 eða sendu okkur tölvupóst: pm(hjá)pm.is

Fallegur og endalaust hlýr litur, velheppnaður litur sem hlotið hefur vinnuheitið "Þingvellir "

Innflutningur og sala á parketlökkum og olíum krefst yfirlegu og fjármagns og því hefur Parketmeistarinn tekið þá ákvörðun að einbeita sér að þeim þætti sem snýr að faglegri vinnu í parketslípingum og parketlögnum og loka PM búðinni. Eukula/ Dr. Schutz umboðið hefur verið selt til Harðviðarvals og munu öll efni því tengdu vera seld framvegis hjá Harðviðarvali Krókhálsi og Agli Árnasyni Suðurlandsbraut 20. Parketmeistarinn mun eftir sem áður sjá um parketslípingar og lagnir og getur í framhaldi af þessari ákvörðun einbeitt sér ennfremur að vinnuþættinum og gert gott betra, enda mun okkar leiðarljós " þinn hagur okkar stolt " ekkert skerðast við þessar breytingar og Parketmeistarinn mun áfram halda merki Eukula á lofti á Íslandi sem leiðandi verktaki á sviði vandaðra vinnubragða og notkun hágæða efna.

Vert er að benda á að sala á Lägler parketslípivélum og fylgihlutum sem og innflutningur á sandpappír frá Lägler mun áfram vera í okkar höndum þar til Egill Árnason hf tekur við sölu á nýjum vélum og sandpappír upp úr miðjum ágúst mánuði 2016. Öll viðgerðaþjónusta og sala á varahlutum tengdu Lägler umboðinu mun eftir sem áður vera í okkar höndum.  

 

Glæsileg umsögnin sem við fáum frá sjálfum fagurkeranum Völu Matt. Og að sjálfsögðu sett inn með öðrum umsögnum á PM síðunni.

 

Ég elska að vinna með topp fagmönnum sem eru bæði vandvirkir og einnig einstaklega ljúfir. Friðrik og hans menn hjá Parketmeistaranum komu til mín, gáfu góð ráð, gerðu áætlun og komu svo með bros á vör og slípuðu og lökkuðu parketið hjá mér án ryks eða annarra óþæginda. Fagmenn fram í fingurgóma sem sannarlega er hægt að mæla með!

Þá er lokafrágangur aðeins eftir eins og þessi mynd ber með sér, aðeins eftir að lakka með EUKULA og verkið fullkomnað.

Einn salur af mörgum 

Sérinnflutt parket, Eik Natur 15x70x420 og Wenge 15x70x500, lagt í besta límið STAUF 460 og síðan slípað með vélum frá Lagler og svo grunnað og lakkað með efnum frá Dr. Schutz /EUKULA, og árangur þessi, gullfallegt gólf sem á sinn þátt í því að endurvekja glæstan virðuleika á hótel Borg.

Það eru akkúrat svona verk sem gera það að verkum að það er gaman í vinnunni. 

Parketslípun er það sem við gerum og kunnum vel !

Tækjakostur frá einum fremsta framleiðanda heims LÄGLER®, Hummel beltavélin og nýja ryklausa FLip kantvélin ásamt ómissandi TRIO þriggja diska vélinni sem sérstaklega nýtur sín þegar slípað er síldarbeins munstur eða önnur munstur gólf, gera það að verkum að útkoman er alltaf eins góð og mögulegt er enda hefur LÄGLER® verið leiðandi framleiðandi parketslípivéla í 50 ár. 

höfuðstöðvar Lagler
 
Fallega slípuðu gólfi er svo fylgt eftir með yfirborðsmeðhöndlun og þá er ekki sótt í neinn aukvisa, efni í fremstu röð í heiminum Dr. Shcutz framleiðir bara það besta enda þýskur og vandaður framleiðandi. Eukula lökkin og olíurnar hafa fyrir löngu skipað sér í fremstu röð sem besti valkostur á kork og parket auk þess að nú er boðið upp á sérstök dúka lökk sem gera það að verkum að aldrei þarf að bóna framar. Eukula lökkin er sérstaklega þekkt fyrir slitstyrk og fallega áferð og hafa íslensk heimili og stofnanir notið þess áratugum saman. 
 
 
 
 
 
 

 

 PM staff


 

Nokkurs miskilnings hefur gætt þegar Parketmeistarinn er leitaður uppi á netinu eða hjá ja.is og 118. Það sem kallast parketslípun meistarans á netinu er ekki á okkar vegum, hefur aldrei verið og verður aldrei. Við sinnum okkar og erum stoltir af því óháð því hvað aðrir eru að gera á markaðnum. Vinsamlegast leitið því upplýsinga áður en verk er unnið svo komist verði hjá óþarfa leiðindum. 

paskaunginnpaskaungar 

 

Nú er tími vorsins að nálgast og páskar framundan !

Í tilefni þess ætlar Parketmeistarinn að bjóða ókeypis ástandsskoðun á þínu parketi auk þess að gefa 15% aukaafslátt af vinnu til þeirra sem panta slípun fyrir 25 Mars.

Við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð sem áður og fyrsta flokks efni sem endast fram í framtíðina.

ÞINN HAGUR - OKKAR STOLT  

Nýja árið byrjar vel, við erum á fullu að vinna þau verk sem lágu fyrir í Janúar.

Lækkun á vsk prósentu úr 25,5% í 24 % kemur til góða ásamt örlítilli lækkun á efnisliðum sem gerir það að verkum að við eigum að geta haldið áfram að bjóða góð verð í parketslípun og lökkun. Átakið allir vinna www.allirvinna.is er í biðstöðu og óvíst hvaða ákvörðun stjórnvöld taka varðandi endurgreiðslu vsk af vinnu í heimahúsi, verður farið í sama farið og áður og boðið upp á 60% endurgreiðslu vsk eða halda menn áfram að bjóða upp á 100% endurgreiðslu. Það er næsta víst að átakið hefur skilað sér vel og hafa flestir viðskiptavinir Parketmeistarans nýtt sér endurgreiðslu vsk möguleikann undanfarin ár.

Haldið verður áfram að bjóða upp á fría ástands skoðun sem margir nýttu sér fyrir jólin ( gildir fyrir höfuðborgarsvæðið ), því það er margt unnið við að endurslípa parket í stað þess að skipta því út. Gamla parketið er oftar en ekki mun sterklegra en nýtt í dag enda er spónlagið oftast um 4mm þykkt , spónlagið  á nýju parketi er allt niður í 1,5mm en algengast er þó 2,5-2,7mm, Þetta er allavega eitt af því sem fólk á að skoða þegar tekin er ákvörðun um að skipta út parketi í stað þess að slípa og hugsa dæmið til enda með öllum þeim kostnaði sem fylgir, afrif á því gamla, nýtt undirlegg,nýtt parket, parketlögn og listar og svo síðan förgun á gamla parketinu, allt telur þetta þegar tekið er saman og óhætt að reikna með að ústkipting parkets sé á bilinu 8000-12000 kr. pr. m2

Parketmeistarinn PM / PM búðin óska öllum sínum viðskiptavinum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða, hlökkum til að takast á við ný verkefni með ykkur á komandi ári.

Page 1 of 2